Fótbolti

Íslendingaslagnum frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården.
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården.

Viðureign Djurgården og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna úrhellisrigningar.

Sigurður Jónsson er þjálfari Djurgården en þeir Garðar Gunnlaugsson og Gunnar Þór Gunnarsson leika með Norrköping.

Útlit var fyrir mikilvægan og spennandi leik en Djurgården hefur ekki unnið leik í deildinni síðan í lok apríl eða í átta leikjum í röð. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar með sautján stig.

Norrköping er hins vegar í neðsta sæti með aðeins sjö stig og einn sigurleik, sjö stigum á eftir næsta liði á eftir.

Úrhellisrigning hefur verið í Stokkhólmi í dag og ákvað Peter Fröjfeldt dómari að blása leikinn af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×