Erlent

Vélmær fyrir einmana menn

Sega vélmærin á að geta verið góð kærasta.
Sega vélmærin á að geta verið góð kærasta.

Japanska fyrirtækið Sega hefur framleitt lítið 38 sentimetra vélmenni sem kemur á markað í september og er ætlað einmana karlmönnum. Vélmærin kyssir eftir skipun og gengur á rafhlöðum. Hún kemst í svokallaða ástarlund þegar hún finnur mannshöfuð nálgast en hún notar innrauða skynjara til þess að nema mannfólkið.

Vélmærin nefnist ,,EMA" sem stendur fyrir Eternal Maiden Actualisation sem gæti kallast á íslensku Eilíf meyjarraungerving. Hún á einnig að geta sungið og dansað og dreift nafnspjöldum. Kemur þetta fram á fréttavef The New Zealand Herald.

Talsmaður Sega segir hana vera mjög elskulega og ekki hafa mikið af hinum hefðbundnu eiginleikum sem tengdir eru við vélmenni, eins og að vera hörð og bardagafús. Þótt hún sé ekki mannleg á hún vel að geta komið í stað alvöru kærustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×