Pilsfaldakapítalismi Þorvaldur Gylfason skrifar 25. september 2008 11:07 Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun