Aaron Sorkin, höfundur West Wing og Charlie Wilsons War, er með kvikmynd um Facebook í smíðum. Fréttir af verkefninu bárust í gegnum Facebook-síðu Sorkin.
Myndin mun ekki snúast um fólk sem nær saman í gegnum „status"-breytingar eða endalausar „applications". Hún snýst um hvernig Facebook varð til.
Facebook var stofnað af Mark Zuckerberg og tveimur vinum hans, Dustin Moskovitz og Chris Hughes, fyrir Harvard-skólann. Gullgæs Zuckerberg hefur síðan gripið heiminn og honum boðist fúlgur fjár fyrir síðuna. Zuckerberg neitar hins vegar að selja.
Liðsmenn Empire-tímaritsins eru þess handvissir að Sorkin sjálfur hafi breitt út fréttina, eftir að hafa komist að því að þeir gætu ekki „addað" honum.- kbs