Olís gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi 29. ágúst 2008 13:12 Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð." Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð."
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira