Bíó og sjónvarp

Hundamynd á toppnum

Chihuahua Hundamyndin gamansama var vinsælasta myndin vestanhafs um síðustu helgi.
Chihuahua Hundamyndin gamansama var vinsælasta myndin vestanhafs um síðustu helgi.
Beverly Hills Chihuahua var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina og námu tekjur hennar 29 milljónum dollara, eða um 3,3 milljörðum króna. Myndin fjallar um hundinn Papio sem verður yfir sig ástfanginn af hundinum Chloe. Þegar Chloe týnist í Mexíkó fer Papi yfir landamærin til að bjarga ástinni sinni. Um ekta fjölskyldumynd er að ræða en skortur hefur verið á slíkum myndum í Norður-Ameríku undanfarið. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar var tryllirinn Eagle Eye með Shia LaBeouf í aðlhlutverki og í því þriðja var Nick & Norah.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×