Viðskipti innlent

Viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum

Gengi bréfa í Existu lækkaði næstmest skráðra félaga í Kauphöllinni í dag og dró SPRON með sér í fallinu líkt og fyrri daga.
Gengi bréfa í Existu lækkaði næstmest skráðra félaga í Kauphöllinni í dag og dró SPRON með sér í fallinu líkt og fyrri daga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkaði um tæp fimm prósent í Kauphöll íslands í dag skömmu eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt stýri- og daglánavexti sína um 75 punkta.

Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka sömuleiðis um tæp 1,8 prósent en bréf FL Group, Bakkavör, Marel, Staumi og Kaupþingi hækkaði minna.

Á móti féll gengi SPRON um 7,8 prósent og Existu um rúm 6,3 prósent.

Talsverður viðsnúningur varð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir stýrivaxtalækkunina. Þannig snéru flestir markaðir úr mínus í plús, ekki síst á Norðurlöndunum. Vísitölur í Bandaríkjunum standa hins vegar á rauðu en markaðir þar í landi voru lokaðir í gær. Allt stefndi í rúmlega fjögurra prósenta fall þar í landi að öllu óbreyttu.

Af einstökum vísitölum hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um tæp þrjú prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 0,3 og hin franska Cac-40 um 2,6 prósent.

Þá rauk C20-vísitalan í Kaupmannahöfn í Danmörku upp um 3,6 prósent líkt og vísitalan í sænsku kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×