Innlent

Leiðbeinendur í unglingavinnu í vinnustöðvun

Óli Tynes skrifar

Leiðbeinendur við Vinnuskólann eru um 160 talsins. Með þessri vinnustöðvum vilja þeir leggja áherslu á ranglæti sem þeir segjast vera beittir þar sem þeir séu skráðir í rangan launaflokk.

Þeir segja að launaflokkur sá sem þeir séu skráðir í sé ekki miðaður við sambærileg störf hjá Reykjavíkurborg. Laun þeirra séu svo lág að í lægstu þrepum launaflokksins séu þeir með lægri laun en fullar atvinnuleysisbætur.

Þeir telja kaldhæðnislegt að það skuli frekar borga sig að vera atvinnulaus en að rækta virðingu fyrir vinnu og verki meðal ungmenna.

Leiðbeinendur hafa safnað undirskriftum 130 félaga þar sem krafist er tafarlausra úrbóta.

Til að leggja áherslu á þessar kröfur ætla þeir að leggja niður vinnu á hádegi á morgun og halda með sér fund. Að honum loknum ætla þeir að hittast í Ráðhúsi Reykjavíkur og afhenda borgaryfirvöldum kröfur sínar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×