Viðskipti innlent

Lítllega dregur úr hagnaði Atlantic Airways

Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, þegar bréf félagsins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni fyrir um ári.
Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, þegar bréf félagsins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni fyrir um ári. Mynd/Vilhelm

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hagnaðist um13,7 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 320 milljónum íslenskra á núverandi gengi krónu.

Rekstarhagnaður nam 37,9 milljónum danskra króna.

Til samanburðar nam hagnaður flugfélagisins sautján milljónum danskra króna á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 30,1 milljónum danskra króna.

Þá nam hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins fjórtán milljónum danskra króna en var 29 milljónir króna í fyrra.

Magni Arge, forstjóri flugfélagsins, segir í uppgjöri þess fyrir fjórðunginn fyrirtækið mjög sveigjanlegt og hafa því getað aðlagað sig hratt að breyttum ytri aðstæðum.

Uppgjör Atlantic Airways








Fleiri fréttir

Sjá meira


×