Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar