Lífið

Vampire Weekend á Airwaves

Hljómsveitin Vampire Weekend.
Hljómsveitin Vampire Weekend.

New York sveitin Vampire Weekend spilar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í október ef marka má MySpace-síðu sveitarinnar.

Ef satt reynist verður koma Vampire Weekend á hátíðina að teljast hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlíf enda sveitin ein umtalaðasta hljómsveit ársins og verið hrósað í hástert fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út snemma á þessu ári.

Áður hafði verið tilkynnt um komur sveita á borð við CSS, Crystal Castles, These New Puritans, Familjen, The Dirty Projectors, Handsome Furs, Simian Mobile Disco, Young Knives og Junior Boys á hátíðina.

Búast má við að enn eigi eftir að tilkynna komu nokkurra erlendra listamanna til viðbótar.

Fyrir íslenska listamenn fer síðan hver að vera síðastur því umsóknarfrestur um pláss á hátíðina rennur út þann 15. ágúst næstkomandi. Ekki verður tekið við umsóknum frá íslenskum listamönnum að þeim tíma liðnum.

Iceland Airwaves hátíðin fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15. til 18. október og er þetta í tíunda sinn sem hátíðin fer fram.

MySpace-síða Vampire Weekend

Heimasíða Iceland Airwaves






Tengdar fréttir

Airwaves aldrei glæsilegri á afmælisári

CSS, Yelle, Crystal Castles og Simian Mobile Disco eru á meðal hljómsveita sem troða munu upp á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi á veitingastaðnum Panoroma þar sem Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem á og rekur Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, fór yfir þann styr sem staðið hefur um hátíðina að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.