Í dag var gefinn út nýr heimslisti í badminton. Ragna Ingólfsdóttir er í 56. sæti í einliðaleik kvenna og með þeim árangri er ljóst að Ragna hefur öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum í sumar.
Badmintonkeppni Ólympíuleikanna fer fram 9.-17. ágúst. Alls munu 172 leikmenn taka þátt í badmintonkeppninni en Ólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína að þessu sinni.
Framundan hjá Rögnu eru strangar æfingar og undirbúningur fyrir leikana.