Fótbolti

Elfsborg lagði Sundsvall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur í leik með Öster, sínu gamla liði.
Helgi Valur í leik með Öster, sínu gamla liði. Mynd/Guðmundur Svansson
Þremur leikjum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Elfsborg lagði Sundsvall í Íslendingaslag.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg sem vann leikinn, 2-0.

Hannes Þ. Sigurðsson og Sverrir Garðarsson léku einnig allan leikinn í liði Sundsvall og Ari Freyr Skúlason síðustu tíu mínúturnar.

Þá vann Örebro 1-0 útisigur á Gefle og Kalmar lagði Hammarby, 1-0.

Kalmar styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigrinum en liðið er með sextán stig eftir sex leiki. Djurgården kemur næst með ellefu stig eftir fimm leiki.

Hammarby er í þriðja sæti með tíu stig og Elfsborg í því fimmta með níu stig. Örebro er í níunda sæti með átta stig, Gefle í þrettánda með fjögur og Sundsvall í því þrettánda með þrjú stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×