Þvæla útvarpsstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. desember 2008 04:30 Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun