Viðskipti innlent

Eimskip leiðir lækkun dagsins

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 0,27 prósent í byrjun dagsins í Kauphöll Íslands. Að öðru leyti einkennir lækkun þróunina í dag. Ef frá er talið fall á bréfum Eimskips þá féll gengi bréfa Landsbankans um 2,12 prósent, Færeyjabanka um 1,8 prósent og SPRON um 1,2 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Existu lækkað um slétt eitt prósent.

Bréf Atorku, Straums, Icelandair, Össurar, Bakkavarar og Glitnis hefur lækkað um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,68 prósent í dag og stendur vísitalan í 4.482 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan snemma í október árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×