Versti seðlabankastjórinn Þorvaldur Gylfason skrifar 9. október 2008 06:30 Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Þegar ríkisstjórn Jeltsíns forseta bað Sachs að leggja á ráðin um hagstjórn eftir 1991, hlaut Sachs að leggja leið sína í seðlabankann til að reyna að leiða bankastjóranum fyrir sjónir, að of mikil útlánaþensla hlyti að ýfa verðbólguna. Gerasjenkó var á öðru máli og sagði Sachs, að aukin útlán bankakerfisins og peningaprentun myndu þvert á móti draga úr verðbólgu, væri þess gætt að koma lánsfénu í réttar - vinveittar - hendur. Hann átti við ríkisfyrirtækin, sem römbuðu á barmi gjaldþrots, enda var þeim stjórnað af mönnum eins og honum sjálfum. Sachs sat lengi hjá Gerasjenkó og reyndi að miðla honum af reynslu þjóða, sem hafa misst stjórn á útlánum bankakerfisins og peningamagni, en bankastjórinn lét sér ekki segjast. Sachs sagði nokkru síðar af sér sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hefur ekki síðan stigið fæti á rússneska grund. Verðbólgan æddi áfram, og seðlabankinn jós olíu á eldinn. Gerasjenkó var rekinn úr bankanum 1994, en hann var ráðinn þangað aftur 1998-2002 (þannig er Rússland). Hann var sagður versti seðlabankastjóri heims og bar nafngiftina með rentu. Seðlabanki Íslands er í svipuðum vanda staddur. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankanna að ósk þeirra og lagði hana síðan frá sér, þótt bindiskyldan sé ásamt stýrivöxtum nauðsynlegt vopn gegn óhóflegri útlánaþenslu við íslenzkar aðstæður. Bankarnir una háum stýrivöxtum, því að þeir geta ávaxtað fé á þeim kjörum í Seðlabankanum. Bankarnir una ekki bindiskyldu, því að hún skerðir útlánagetu þeirra. Seðlabankinn átti að hafa hemil á bönkunum, en lagðist flatur fyrir framan þá. Reynslan sýnir, að stýrivaxtavopn Seðlabankans dugir ekki eitt sér til að hemja útlánavöxt og verðbólgu svo sem vita mátti. Seðlabankinn ber því höfuðábyrgð á útlánaþenslu bankanna, verðbólgunni af hennar völdum og um leið einnig að talsverðu leyti á bankahruninu nú, enda þótt neistinn, sem kveikti bálið, hafi borizt utan úr heimi. Í annan stað vanrækti Seðlabankinn ítrekaðar aðvaranir um óhóflega skuldasöfnun bankanna og of lítinn gjaldeyrisforða og hafði sjálfur lítið sem ekkert frumkvæði í málinu. Ríkissjóður neyddist því á elleftu stundu til að taka dýr erlend lán til að auka forðann, sem er þó enn allt of lítill miðað við miklar skammtímaskuldir bankanna. Hefði Seðlabankinn verið vakandi, hefði gjaldeyrisforðanum ekki verið leyft að dragast aftur úr erlendum skammtímaskuldum bankanna, og þá væri Seðlabankinn í stakk búinn að verja gengi krónunnar gegn áhlaupum spákaupmanna. En Seðlabankinn svaf, og gengið hrapaði. Það þýðir ekki fyrir bankastjórn Seðlabankans að stíga nú fram og segjast hafa varað ríkisstjórnina við á einkafundum. Í þriðja lagi hefur Seðlabankinn vanrækt að leita eftir aðstoð hvort heldur frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem er ýmsum tækjum búinn til að taka á vanda sem þessum. Í staðinn hefur bankastjórn Seðlabankans farið með fleipur eins og það, að Sjóðurinn sé til þess að aðstoða gjaldþrota þjóðir, sem er alrangt. Ýmis önnur ógætileg ummæli formanns bankastjórnarinnar hafa aukið vandann. Aðstoð að utan hlyti að vera bundin skilyrðum um bætta hagstjórn, svo sem eðlilegt er og alsiða. Rússar setja trúlega engin slík skilyrði. Einmitt þar liggur hættan. Tilgangurinn með því að þiggja erlenda aðstoð við aðstæður sem þessar er að endurvekja traust umheimsins með því að þiggja ráð af öðrum. Sé Rússalánið, ef af því verður, engum skilyrðum háð, getur það ekki haft nein áhrif til að endurreisa traust útlendinga á íslenzku efnahagslífi. Þvert á móti hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn kosið að auglýsa það ósannlega fyrir umheiminum, að Ísland njóti einskis trausts lengur meðal gamalla vina og bandamanna. Seðlabankanum ber að lögum að stuðla að stöðugu verðlagi og virku og öruggu fjármálakerfi. Bankastjórnin veldur hvorugu hlutverkinu. Verðbólga og gengisfall ógna afkomu margra heimila og fyrirtækja. Bankarnir og fjármálakerfið eru í uppnámi. Ríkisstjórnin og Alþingi bera ábyrgð á Seðlabankanum. Bankastjórn Seðlabankans verður að víkja án frekari tafar. Að því tilskyldu verður hægt að hefja endurreisnarstarfið í samvinnu við erlenda sérfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Þegar ríkisstjórn Jeltsíns forseta bað Sachs að leggja á ráðin um hagstjórn eftir 1991, hlaut Sachs að leggja leið sína í seðlabankann til að reyna að leiða bankastjóranum fyrir sjónir, að of mikil útlánaþensla hlyti að ýfa verðbólguna. Gerasjenkó var á öðru máli og sagði Sachs, að aukin útlán bankakerfisins og peningaprentun myndu þvert á móti draga úr verðbólgu, væri þess gætt að koma lánsfénu í réttar - vinveittar - hendur. Hann átti við ríkisfyrirtækin, sem römbuðu á barmi gjaldþrots, enda var þeim stjórnað af mönnum eins og honum sjálfum. Sachs sat lengi hjá Gerasjenkó og reyndi að miðla honum af reynslu þjóða, sem hafa misst stjórn á útlánum bankakerfisins og peningamagni, en bankastjórinn lét sér ekki segjast. Sachs sagði nokkru síðar af sér sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hefur ekki síðan stigið fæti á rússneska grund. Verðbólgan æddi áfram, og seðlabankinn jós olíu á eldinn. Gerasjenkó var rekinn úr bankanum 1994, en hann var ráðinn þangað aftur 1998-2002 (þannig er Rússland). Hann var sagður versti seðlabankastjóri heims og bar nafngiftina með rentu. Seðlabanki Íslands er í svipuðum vanda staddur. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankanna að ósk þeirra og lagði hana síðan frá sér, þótt bindiskyldan sé ásamt stýrivöxtum nauðsynlegt vopn gegn óhóflegri útlánaþenslu við íslenzkar aðstæður. Bankarnir una háum stýrivöxtum, því að þeir geta ávaxtað fé á þeim kjörum í Seðlabankanum. Bankarnir una ekki bindiskyldu, því að hún skerðir útlánagetu þeirra. Seðlabankinn átti að hafa hemil á bönkunum, en lagðist flatur fyrir framan þá. Reynslan sýnir, að stýrivaxtavopn Seðlabankans dugir ekki eitt sér til að hemja útlánavöxt og verðbólgu svo sem vita mátti. Seðlabankinn ber því höfuðábyrgð á útlánaþenslu bankanna, verðbólgunni af hennar völdum og um leið einnig að talsverðu leyti á bankahruninu nú, enda þótt neistinn, sem kveikti bálið, hafi borizt utan úr heimi. Í annan stað vanrækti Seðlabankinn ítrekaðar aðvaranir um óhóflega skuldasöfnun bankanna og of lítinn gjaldeyrisforða og hafði sjálfur lítið sem ekkert frumkvæði í málinu. Ríkissjóður neyddist því á elleftu stundu til að taka dýr erlend lán til að auka forðann, sem er þó enn allt of lítill miðað við miklar skammtímaskuldir bankanna. Hefði Seðlabankinn verið vakandi, hefði gjaldeyrisforðanum ekki verið leyft að dragast aftur úr erlendum skammtímaskuldum bankanna, og þá væri Seðlabankinn í stakk búinn að verja gengi krónunnar gegn áhlaupum spákaupmanna. En Seðlabankinn svaf, og gengið hrapaði. Það þýðir ekki fyrir bankastjórn Seðlabankans að stíga nú fram og segjast hafa varað ríkisstjórnina við á einkafundum. Í þriðja lagi hefur Seðlabankinn vanrækt að leita eftir aðstoð hvort heldur frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem er ýmsum tækjum búinn til að taka á vanda sem þessum. Í staðinn hefur bankastjórn Seðlabankans farið með fleipur eins og það, að Sjóðurinn sé til þess að aðstoða gjaldþrota þjóðir, sem er alrangt. Ýmis önnur ógætileg ummæli formanns bankastjórnarinnar hafa aukið vandann. Aðstoð að utan hlyti að vera bundin skilyrðum um bætta hagstjórn, svo sem eðlilegt er og alsiða. Rússar setja trúlega engin slík skilyrði. Einmitt þar liggur hættan. Tilgangurinn með því að þiggja erlenda aðstoð við aðstæður sem þessar er að endurvekja traust umheimsins með því að þiggja ráð af öðrum. Sé Rússalánið, ef af því verður, engum skilyrðum háð, getur það ekki haft nein áhrif til að endurreisa traust útlendinga á íslenzku efnahagslífi. Þvert á móti hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn kosið að auglýsa það ósannlega fyrir umheiminum, að Ísland njóti einskis trausts lengur meðal gamalla vina og bandamanna. Seðlabankanum ber að lögum að stuðla að stöðugu verðlagi og virku og öruggu fjármálakerfi. Bankastjórnin veldur hvorugu hlutverkinu. Verðbólga og gengisfall ógna afkomu margra heimila og fyrirtækja. Bankarnir og fjármálakerfið eru í uppnámi. Ríkisstjórnin og Alþingi bera ábyrgð á Seðlabankanum. Bankastjórn Seðlabankans verður að víkja án frekari tafar. Að því tilskyldu verður hægt að hefja endurreisnarstarfið í samvinnu við erlenda sérfræðinga.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun