Erlent

Hryðjuverkalögin nauðsynleg gegn íslenskum bönkum

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands var harðorður í garð íslenskra yfirvalda á Sky News fyrir stundu. Hann lagði áherslu á það að íslensk stjórnvöld bæru ábyrgð á því sem íslenskir bankar með höfuðstöðvar á Íslandi væru að gera í Bretlandi. Hann varði þá ákvörðun yfirvalda að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi á grundvelli svokallaðra hryðjuverkalaga.

Brown sagði nauðsynlegt að beita hryðjuverkalögunum þegar sparifé landsmanna væri ógnað og ekki væri á stefnuskránni að aflétta umræddum lögum.

Forsætisráðherrann sagði einnig að verið væri að hefja rannsókn á stórfelldum peningaflutningum frá London til Íslands á síðustu dögum.

Brown talaði einnig um að mikilvægt væri að inneignir breskra sveitarfélaga í íslenskum bönkum í Bretlandi yrðu tryggðar.








Tengdar fréttir

Brown: „Afstaða Íslendinga algjörlega óásættanleg“

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir að framkoma íslenskra stjórnvalda í garð breta vegna fjármálakrísunnar sé „algjörlega óásættanleg“. Þetta kom fram í máli forsætisráðherrans þegar hann ræddi við breska fjármálamenn í dag. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin breska væri enn að íhuga lögsókn ef vandamál varðandi íslensku bankana verða ekki leyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×