Viðskipti innlent

Olíutunnan nálgast 80 dali

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert samfara hrakspám um efnahagssamdrátt og minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu og stendur hún nú í 88 dölum á tunnu í Asíu. Associated Press-fréttastofan hefur eftir olíusérfræðingi í Sidney í Ástralíu, að reiknað sé með frekari lækkun á hráolíuverði á næstunni dögum. Verði olíutunnan komin allt niður í 80 dali í næstu viku. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 147,27 dali á tunnu í júlí í sumar og hafði þá aldrei verið hærra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×