Fótbolti

Gautaborg lagði toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, leikmaður Gautaborgar.
Ragnar Sigurðsson, leikmaður Gautaborgar. Mynd/Guðmundur Svansson
IFK Gautaborg vann í kvöld 3-2 sigur á toppliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Tíunda umferð hóst í kvöld með fjórum leikjum. Djurgården tapaði fyrir Hammarby, 2-0, á heimavelli og mistókst þar með að komast í annað sæti deildarinnar. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården.

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar léku allan leikinn fyrir IFK Gautaborg sem var 2-0 undir í hálfleik. Mörkin þrjú komu svo öll á fyrsta korterinu í seinni hálfleik.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Elfsborg sem vann 1-0 sigur a´Trelleborg.

IFK Gautaborg og Elfsborg eru bæði með nítján stig, þremur stigum á eftir toppliði Kalmar. Djurgården er með sautján stig.

Þá vann Helsingborg 1-0 sigur á Örebro. Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Helsingborg vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×