Fjórar endurútgáfur af Ten 12. desember 2008 06:00 Fyrsta plata rokkaranna í Pearl Jam, tímamótaverkið Ten, verður endurútgefin í mars á næsta ári. Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spenntir eftir þessum útgáfum. Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn hefur að geyma upprunalegu plötuna en hljómgæðin eru meiri en áður og á síðari disknum er platan bæði endurhljóðblönduð af upptökustjóranum Brendan O"Brien og hljómgæðin meiri. Á disknum eru einnig sex aukalög: Brother, Just A Girl, State of Love and Trust, Breath and Scream, 2000 Mile Blues og Evil Little Goat. Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe Edition. Á henni er allt sem er á Legacy Edition auk DVD-mynddisks með órafmögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collection. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar nema hvað engin aukalög fylgja með og hún er vitaskuld á vínil. Stærsta útgáfan af öllum, Super Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu 1992 sem voru teknir upp í Seattle, heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með eintak af Momma-Son, upprunalegri demó-kassettu með lögunum Alice, Once og Footsteps. Að auki fylgir með bók með textum söngvarans Eddie Vedders, ljósmyndum og fleiri varningi. Þessar endurútgáfur eru upphafið að fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið 2011. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spenntir eftir þessum útgáfum. Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn hefur að geyma upprunalegu plötuna en hljómgæðin eru meiri en áður og á síðari disknum er platan bæði endurhljóðblönduð af upptökustjóranum Brendan O"Brien og hljómgæðin meiri. Á disknum eru einnig sex aukalög: Brother, Just A Girl, State of Love and Trust, Breath and Scream, 2000 Mile Blues og Evil Little Goat. Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe Edition. Á henni er allt sem er á Legacy Edition auk DVD-mynddisks með órafmögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collection. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar nema hvað engin aukalög fylgja með og hún er vitaskuld á vínil. Stærsta útgáfan af öllum, Super Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu 1992 sem voru teknir upp í Seattle, heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með eintak af Momma-Son, upprunalegri demó-kassettu með lögunum Alice, Once og Footsteps. Að auki fylgir með bók með textum söngvarans Eddie Vedders, ljósmyndum og fleiri varningi. Þessar endurútgáfur eru upphafið að fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið 2011.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira