Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum 12. desember 2008 09:49 Dapur verðbréfamiðlari í Asíu. Mynd/AFP Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur fallið um 2,4 prósent það sem af er dags, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,59 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um fjögur prósent. Þá hefur nokkur lækkun sömuleiðis verið á norrænu hlutabréfamörkuðunum. Mest er lækkunin í Noregi, eða 3,5 prósent, en minnst á hlutabréfamarkaði í Danmörku, 1,7 prósent. Þá varð talsvert fall á japönskum hlutabréfamarkaði í morgun, eða fimm prósent. Eftir að neyðarlánin fór út af borði öldungadeildarþingmanna í Washington í gær féllu helstu vísitölur þar í landi. Dow Jones-vísitalan fór niður um 2,4 prósent og S&P 500-vísitalan um rúm 2,8 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur fallið um 2,4 prósent það sem af er dags, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,59 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um fjögur prósent. Þá hefur nokkur lækkun sömuleiðis verið á norrænu hlutabréfamörkuðunum. Mest er lækkunin í Noregi, eða 3,5 prósent, en minnst á hlutabréfamarkaði í Danmörku, 1,7 prósent. Þá varð talsvert fall á japönskum hlutabréfamarkaði í morgun, eða fimm prósent. Eftir að neyðarlánin fór út af borði öldungadeildarþingmanna í Washington í gær féllu helstu vísitölur þar í landi. Dow Jones-vísitalan fór niður um 2,4 prósent og S&P 500-vísitalan um rúm 2,8 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira