Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum 27. nóvember 2008 09:30 Rýnt í tölurnar. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira