Poetrix predikar úti á landi 8. nóvember 2008 06:00 Poetrix uppfræðir krakka í Sandgerði. „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira