Rafael Nadal, fjórfaldur meistari á opna franska meistaramótinu í tennis, segist sækja innblástur til Tiger Woods sem vann opna bandaríska meistaramótið í golfi um síðustu helgi þrátt fyrir erfið meiðsli.
Nadal mun á næstu tveimur vikum freista þess að vinna sitt fyrsta stórmót í tennis utan opna franska en Wimbledon-mótið hefst á mánudaginn kemur.
„Woods er ótrúlega einbeittur þegar hann þarf á því sem allra mest að halda. Ég á mér enga fyrirmynd en hann er sá íþróttamaður sem ég dái hvað mest," sagði Nadal.
„Ég veit hversu erfitt það er að spila þrátt fyrir þann sársauka sem fylgir meiðslum. Það er mjög erfitt að halda góðri einbeitingu en það gerði enginn betur en Tiger á fjórða keppnisdegi mótsins."
Nadal sækir innblástur til Woods
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti