Woolworths: Risaeðla í útrýmingarhættu 21. júní 2008 13:00 Leið bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur legið niður á við síðustu sex ár. Verslunin, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, fagnar aldarafmæli á næsta ári. Breska dagblaðið Telegraph telur ólíklegt að þau verði mikið fleiri. Telegraph dregur upp dökka mynd af Woolworths í blaðinu í gær. Rifjuð eru upp glæsilegt saga verslunarinnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Sólin hafi hins vegar tekið að hníga til viðar með stórstígum framförum í verslun í Lundúnum fyrir sex árum. Stjórnendur Woolworths hafi ekki fylgt þróuninni og sé verslunin nú sem risaeðla í útrýmingarhættu í aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Í vikunni var ákveðið að Trevor Bish-Jones, forstjóri verslunarinnar, myndi hverfa úr stólnum fyrir nýjan. Blaðið kennir honum um þróun mála enda vegur verslunarinnar dalað hratt síðan hann tók við fyrir sex árum. Forveri Bish-Jones eigi sömuleiðis hlut að máli, að sögn blaðsins sem telur brotthvarf hans skref í rétta átt þótt það hafi verið fullseint stigið. Afar hörðum orðum er farið um verslunina í blaðinu og hún sögð líkjast eggjaskurn, svo fátæklegt sé vöruúrvalið innandyra. Verslanir Woolworths í Bretlandi eru 800 talsins. Tekjur nema 1,7 milljörðum punda en hagnaður lítill ef enginn. Þá fer tíu prósenta sneið af tekjum til greiðslu leigu, sem Telegraph segir óásættanlegt. Blaðið bendir á að hluthafar stórmarkaðarins hafi tapað nærri 85 prósentum af fjárfestingu sinni á þremur árum. Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember árið 2005. Það á nú um tíu prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Unity Investments ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Það hefur lengi þrýst á uppskiptingu verslunarinnar í smásölu og heildsölu með það fyrir augum að bæta afkomu hennar. Þá er þess skemmst að minnast þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs, gagnrýndi stjórnendur Woolworths opinberlega á síðum breska viðskiptablaðsins Financial Times í fyrra fyrir óráðsíu og slælega frammistöðu. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Gengi bréfa í versluninni stóð í um 36 pensum á hlut um það leyti sem Baugur flaggaði þriggja prósenta hlutnum árið 2005. Það þýðir þó ekki að félagið hafi keypt hann á því gengi. Lægst fór það í rétt rúm 30 pens í enda sumars sama ár. Gengið féll um rúm 6,3 prósent í gær og endaði í 8,35 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Leið bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur legið niður á við síðustu sex ár. Verslunin, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, fagnar aldarafmæli á næsta ári. Breska dagblaðið Telegraph telur ólíklegt að þau verði mikið fleiri. Telegraph dregur upp dökka mynd af Woolworths í blaðinu í gær. Rifjuð eru upp glæsilegt saga verslunarinnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Sólin hafi hins vegar tekið að hníga til viðar með stórstígum framförum í verslun í Lundúnum fyrir sex árum. Stjórnendur Woolworths hafi ekki fylgt þróuninni og sé verslunin nú sem risaeðla í útrýmingarhættu í aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Í vikunni var ákveðið að Trevor Bish-Jones, forstjóri verslunarinnar, myndi hverfa úr stólnum fyrir nýjan. Blaðið kennir honum um þróun mála enda vegur verslunarinnar dalað hratt síðan hann tók við fyrir sex árum. Forveri Bish-Jones eigi sömuleiðis hlut að máli, að sögn blaðsins sem telur brotthvarf hans skref í rétta átt þótt það hafi verið fullseint stigið. Afar hörðum orðum er farið um verslunina í blaðinu og hún sögð líkjast eggjaskurn, svo fátæklegt sé vöruúrvalið innandyra. Verslanir Woolworths í Bretlandi eru 800 talsins. Tekjur nema 1,7 milljörðum punda en hagnaður lítill ef enginn. Þá fer tíu prósenta sneið af tekjum til greiðslu leigu, sem Telegraph segir óásættanlegt. Blaðið bendir á að hluthafar stórmarkaðarins hafi tapað nærri 85 prósentum af fjárfestingu sinni á þremur árum. Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember árið 2005. Það á nú um tíu prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Unity Investments ásamt FL Group og breska fjárfestinum Kevin Stanford. Það hefur lengi þrýst á uppskiptingu verslunarinnar í smásölu og heildsölu með það fyrir augum að bæta afkomu hennar. Þá er þess skemmst að minnast þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóri Baugs, gagnrýndi stjórnendur Woolworths opinberlega á síðum breska viðskiptablaðsins Financial Times í fyrra fyrir óráðsíu og slælega frammistöðu. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Gengi bréfa í versluninni stóð í um 36 pensum á hlut um það leyti sem Baugur flaggaði þriggja prósenta hlutnum árið 2005. Það þýðir þó ekki að félagið hafi keypt hann á því gengi. Lægst fór það í rétt rúm 30 pens í enda sumars sama ár. Gengið féll um rúm 6,3 prósent í gær og endaði í 8,35 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira