Lífið

Ósáttur við ummæli Andra Snæs um fall Verzló

Hafsteinn Gunnar Hauksson er ósáttur við ummæli Andra Snæs Magnasonar.
Hafsteinn Gunnar Hauksson er ósáttur við ummæli Andra Snæs Magnasonar.

Hafsteinn Gunnar Hauksson, formaður Nemendafélags Verzló, er ósáttur við ummæli Andra Snæs Magnasonar rithöfundar um að núverandi efnahagsþrengingar feli í sér fall Verzló.

Þessi orð lét Andri Snær falla í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í gær. Hann sagði að krúttkynslóðin hefði ekki fallið með falli bankanna heldur fremur Group-kynslóðin. „Þetta er fall SUS, Heimdallar, Verzló og viðskiptaháskólanna. Það er svo stór krítískur massi sem er að hrynja núna," sagði Andri og bætti við að undanfarin ár hefðu heilu kynslóðirnar verið framleiddar og látnar læra það sama og tekið síðan próf.

„Mér finnst þetta ósanngjarnt og illa vegið að okkar skóla. Andri Snær er vanur að tala kjarkinn í fólk og er jákvæður en nú talar hann ástandið niður þegar hann boðar fall Verzló. Þetta er sérstaklega leiðinlegt fyrir um 1300 krakka á aldrinum 16-20 ára sem eru í Verzló til þess að ná sér í stúdentspróf," segir Hafsteinn og bendir á að lítill hluti nemenda leggi áherslu á viðskiptafræði í námi sínu. Flestir hugsi fyrst og fremst um stúdentsprófið sem gefi frekari möguleika á námi.

Hann býður Andra Snæ velkominn í Verzló til að kynna sér skólann. „Við munum taka vel á móti honum og afsanna það að skólinn sé fallandi," segir Hafsteinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.