Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2008 21:15 Bjarni Harðarson þingmaður. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum, Ármanni Inga Sigurðssyni, tölvubréf nú undir kvöld, með beiðni um að senda fjölmiðlamönnum afrit af bréfi til Valgerðar Sverrisdóttur flokksystur hans. Skilaboðin til aðstoðarmannsins voru einföld: „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.," segir í bréfinu. Í harðorðu bréfinu, sem undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. Bjarni hagaði málum ekki betur til en svo að bréfið, sem átti einungis að fara á aðstoðarmann Bjarna og þaðan frá ótilgreindu netfangi yfir á fjölmiðla, fór beint á alla helstu fjölmiðla landsins. Í tölvupósti sem Bjarni sendi síðan sömu fjölmiðlum segir: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b." En tilraun Bjarna til að vega að flokksystur sinni úr launsátri misheppnaðist illa. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa harðort bréf til Valgerðar. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum, Ármanni Inga Sigurðssyni, tölvubréf nú undir kvöld, með beiðni um að senda fjölmiðlamönnum afrit af bréfi til Valgerðar Sverrisdóttur flokksystur hans. Skilaboðin til aðstoðarmannsins voru einföld: „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.," segir í bréfinu. Í harðorðu bréfinu, sem undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. Bjarni hagaði málum ekki betur til en svo að bréfið, sem átti einungis að fara á aðstoðarmann Bjarna og þaðan frá ótilgreindu netfangi yfir á fjölmiðla, fór beint á alla helstu fjölmiðla landsins. Í tölvupósti sem Bjarni sendi síðan sömu fjölmiðlum segir: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b." En tilraun Bjarna til að vega að flokksystur sinni úr launsátri misheppnaðist illa. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa harðort bréf til Valgerðar.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira