Lífið

Pissaðu á Gordon Brown

Landsmönnum gefst nú kost á því að bæði ganga yfir og pissa á Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. Vefverslunin Pix-1 hefur hafið sölu á áróðursmottum með myndum af þessum nýja erkióvini Íslands.

Annars vegar er um að ræða gólfmottur í stærðinni 55 x 84 sentimetrar, og hinsvegar sérstakar „Spit and Pee" mottur, sem eru hugsaðar til að festa inn á klósettskálar.

Verslunin er íslensk en verðin, í takt við tíðarandann, eru í evrum. Stærri mottan kostar 53 evrur, en klósettmottan 29.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.