Litlir kassar orðnir tómir kassar 7. nóvember 2008 08:00 Í suðurgötukirkjugarði 1974 Þokkabót tók oft æfingar í garðinum á þessum árum og þá varð til orðið „Bongóblíða“. Frá vinstri: Magnús Einarsson, Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson. Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar". Núna heitir það „Tómir kassar" og er á leið í spilun. „Ég sá á netinu að áttundi áratugurinn væri að koma aftur. Að hér yrði óðaverðbólga, við í stríði við Breta og Abba og Villi Vill vinsælasta poppið. Þá hugsaði ég með mér að kannski yrði Þokkabót bara vinsæl aftur, enda var þetta okkar tímabili. Þá fór ég að hugsa um alla þessa tómu kassa í tómum bönkum fullum af dingaling," segir Ingólfur Steinsson, einn Þokkabótar-manna. Hljómsveitin gerði fjórar plötur á áttunda áratugnum, þar á meðal Fráfærur, sem jafnan er talið meistaraverk bandsins. Mest spilaða lagið með bandinu er þó „Litlir kassar", íslensk útgáfa af vinsælum slagara Petes Seeger. „Diskóið fór langt með að drepa bandið á sínum tíma, en pönkið gekk endanlega frá því," segir Ingólfur. „Okkar vinstri sinnaða þjóðlaga-progg varð alveg úr takti við stemninguna í pönkinu. Núna hafa tímarnir hins vegar breyst í einu vetfangi og það er komin stemning sem passar okkur vel. Ég meina, við áttum meira að segja nokkur lög á safnplötunni „Í kreppu" á sínum tíma." Eins og margir horfði Ingólfur upp á góðærið í forundran. „Maður botnaði ekkert í því hvað sumir voru rosalega sniðugir og ríkir og alltaf að græða og græða. Það þótti ekkert sniðugt að gagnrýna þetta. Nú er hins vegar sannleikurinn að koma í ljós og þá getur maður komið og sagt: Við höfðum rétt fyrir okkur! Svona svipað og Hannes Hólmsteinn gat gert þegar kommúnisminn féll." Þokkabót hefur komið fram annað slagið undanfarin ár, en um eiginlegt „kombakk" hefur ekki verið að ræða. Ingólfur útilokar þó ekkert í því sambandi: „Kannski verðum við bara að byrja aftur á fullu til þess einfaldlega að eiga fyrir salti í grautinn og komast einstaka sinnum út í búð!" Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar". Núna heitir það „Tómir kassar" og er á leið í spilun. „Ég sá á netinu að áttundi áratugurinn væri að koma aftur. Að hér yrði óðaverðbólga, við í stríði við Breta og Abba og Villi Vill vinsælasta poppið. Þá hugsaði ég með mér að kannski yrði Þokkabót bara vinsæl aftur, enda var þetta okkar tímabili. Þá fór ég að hugsa um alla þessa tómu kassa í tómum bönkum fullum af dingaling," segir Ingólfur Steinsson, einn Þokkabótar-manna. Hljómsveitin gerði fjórar plötur á áttunda áratugnum, þar á meðal Fráfærur, sem jafnan er talið meistaraverk bandsins. Mest spilaða lagið með bandinu er þó „Litlir kassar", íslensk útgáfa af vinsælum slagara Petes Seeger. „Diskóið fór langt með að drepa bandið á sínum tíma, en pönkið gekk endanlega frá því," segir Ingólfur. „Okkar vinstri sinnaða þjóðlaga-progg varð alveg úr takti við stemninguna í pönkinu. Núna hafa tímarnir hins vegar breyst í einu vetfangi og það er komin stemning sem passar okkur vel. Ég meina, við áttum meira að segja nokkur lög á safnplötunni „Í kreppu" á sínum tíma." Eins og margir horfði Ingólfur upp á góðærið í forundran. „Maður botnaði ekkert í því hvað sumir voru rosalega sniðugir og ríkir og alltaf að græða og græða. Það þótti ekkert sniðugt að gagnrýna þetta. Nú er hins vegar sannleikurinn að koma í ljós og þá getur maður komið og sagt: Við höfðum rétt fyrir okkur! Svona svipað og Hannes Hólmsteinn gat gert þegar kommúnisminn féll." Þokkabót hefur komið fram annað slagið undanfarin ár, en um eiginlegt „kombakk" hefur ekki verið að ræða. Ingólfur útilokar þó ekkert í því sambandi: „Kannski verðum við bara að byrja aftur á fullu til þess einfaldlega að eiga fyrir salti í grautinn og komast einstaka sinnum út í búð!"
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira