Dýrafangarar koma líklega ekki fyrr en á miðvikudag - mynd af dýrinu 16. júní 2008 17:00 Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig. Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig.
Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16
Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45
Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14
Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13
Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26
Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54
Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53