Innlent

Ábúendur færa sig ekki um set

Hér sést hversu nálægt hvítabjörninn dvelur við mannabústaði.
Hér sést hversu nálægt hvítabjörninn dvelur við mannabústaði. MYND: Feykir/Davíð Orri Ágústsson

Ábúendur að Hrauni II, þar sem hvítabjörn hefst við, ætla ekki að rýma húsið í nótt þrátt fyrir vinsamleg tilmæli frá lögreglunni. „Við sögðum þeim hver staðan væri. Engin bein ógn stendur núna af dýrinu en það gæti komið til þess að ábúendur verði fluttir á brott," segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.

Lögreglan mun vakta svæðið í alla nótt og sjá til þess að allt fari eins vel fram og hægt er. Hlutverk lögreglunnar verður að tryggja öryggi íbúa á svæðinu þangað til að aðilar mæta á svæðið og flytja björninn á brott. Þyrla landhelgigæslunnar er einnig á leið á vettvang og mun hún hjálpa til við að vakta svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×