Innlent

Skyttur komnar á vettvang á Hrauni

Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki.

Eins og fram hefur komið bíður lögregla fyrirmæla frá umhverfisyfirvöldum en fundað er um málið hjá Umhverfisstofnun. Björninn er sagður hinn rólegasti en hann mun hafa gætt sér á eggjum úr æðarvarpinu. Ekki er talið útilokað að björninn verði svæfður en það er meðal þess sem rætt er.

Við þetta mál bæta að björgunarsveitin Skagfirðingasveit hefur verið kölluð út til að aðstoða við umferðarstjórnun á Skaga. Að sögn Valdimars Péturssonar, formanns Skagfirðingasveitar, er vegurinn að Hrauni lokaður vegna málsins en einhverjir forvitnir ökumenn munu hafa ætlað sér að fara á vettvang. Umferðin er þó mun minni en þegar hvítabjarnar varð vart á Þverárfjalli fyrir skemmstu. Að sögn Valdimars taka átta björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðunum á tveimur bílum.


Tengdar fréttir

Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu

Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun.

Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn

,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá.

Flókið að fanga ísbjörninn

Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×