Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2008 16:30 Sigþrúður Guðmundsóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, um úrskurð Hæstaréttar í gær þar sem rétturinn hafnaði beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sex mánaða nálgunarbanni manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og sat um tíma í gæsluvarðhaldi. ,,Einn dómara skilaði séráliti sem segir okkur að lagaúrræði eru til staðar en í þessu tilfelli virðist ekki hafa verið vilji til að beita þeim. Þetta virðist vera túlkunaratriði á milli dómara," segir Sigþrúður. Að mati Sigþrúðar virðist sem að Hæstiréttur hafi litið svo á að þar sem nálgunarbannið virkaði og maðurinn réðst ekki á konuna undafarinna sex mánuði sé ekki ástæða til að ætla að hann ráðist á hana á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að á sama tíma sé verið sé að vinna í opinberu kærumáli gegn honum. Sigþrúður segir að nálgunarbanni sé afar sjaldan beitt og ákvörðun lögreglunnar í fyrstu að fara fram á sex mánaða nálgunarbann og síðan þriggja mánaða bann segi allt sem segja þurfi um alvarleika málsins. ,,Það er ekki hlustað á lögregluna sem telur að konunni stafi hætt af manninum." Vísir greindi frá því fyrr í dag að ofbeldismaðurinn er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri. - Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum - Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum - Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, um úrskurð Hæstaréttar í gær þar sem rétturinn hafnaði beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sex mánaða nálgunarbanni manns yrði framlengt um þrjá mánuði. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og sat um tíma í gæsluvarðhaldi. ,,Einn dómara skilaði séráliti sem segir okkur að lagaúrræði eru til staðar en í þessu tilfelli virðist ekki hafa verið vilji til að beita þeim. Þetta virðist vera túlkunaratriði á milli dómara," segir Sigþrúður. Að mati Sigþrúðar virðist sem að Hæstiréttur hafi litið svo á að þar sem nálgunarbannið virkaði og maðurinn réðst ekki á konuna undafarinna sex mánuði sé ekki ástæða til að ætla að hann ráðist á hana á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að á sama tíma sé verið sé að vinna í opinberu kærumáli gegn honum. Sigþrúður segir að nálgunarbanni sé afar sjaldan beitt og ákvörðun lögreglunnar í fyrstu að fara fram á sex mánaða nálgunarbann og síðan þriggja mánaða bann segi allt sem segja þurfi um alvarleika málsins. ,,Það er ekki hlustað á lögregluna sem telur að konunni stafi hætt af manninum." Vísir greindi frá því fyrr í dag að ofbeldismaðurinn er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri. - Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum - Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum - Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira