Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar 22. september 2008 13:35 Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira