Erlent

Finnar mótmæla tungumálakúgun Svía

Finnar eru sárir út í Svía.
Finnar eru sárir út í Svía.

Ákvörðun um að opinberir starfsmenn í Síþjóð skuli tala sænsku í vinnunni hefur leitt til mótmæla í Finnlandi. Maarit Feldt-Ranta fulltrúi í Norðurlandaráði vill vita hvernig sænska ríkisstjórnin hyggst bregðast við.

Ástæðan fyrir spurningu Feldt-Ranta er að félagsmálaskrifstofan í Uppsölum hefur bannað tveimur finnskumælandi starfsmönnum að tala saman á móðurmáli sínu.

Sveitarfélagið Uppsalir og stéttarfélag starsfmanna sveitarfélaga í Svíþjóð SKTF hafa einnig komist að samkomulagi um að sænska skuli töluð í húsakynnum skrifstofunnar, t.d. á kaffistofu.

-Ákvörðunin skerðir réttindi allra sem tilheyra minnihluta-tungumálahópi í Svíþjóð, ekki síst Finna. Ákvörðunin er einnig athyglisverð þar sem finnska er opinbert minnihlutatungumál í Svíþjóð, skrifar Feldt-Ranta.

Hún ítrekar að réttindi minnihlutahópa sé mikilvægur þáttur í norræna samfélagslíkaninu.

Þetta sérstaka tilfelli hefur þegar vakið óánægju meðal Finna. Dómsmálaráðherra Finnlands hefur einnig fjallað um málið.

Maarit Feldt-Ranta situr á finnska þinginu og er fulltrúi í sendinefnd Finna í Norðurlandaráði. Fulltrúar í ráðinu hafa meðal annars rétt til að senda skriflegar fyrirspurnir til ríkisstjórna Norðurlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×