Lífið

Sienna ekki lengur á lausu

Sienna Miller er ekki þekkt fyrir að lifa einföldu ástalífi. Hún hefur nú aftur tekið saman við auðkýfinginn Baltazar Getty.
Sienna Miller er ekki þekkt fyrir að lifa einföldu ástalífi. Hún hefur nú aftur tekið saman við auðkýfinginn Baltazar Getty.

Ástarmál Siennu Miller eru jafn flókin og fjármál íslenska ríkisins. Stundum er hún laus og liðug en á sama tíma virðist hún vera ástfangin upp fyrir haus. Breskir fjölmiðlar þreytast hins vegar seint á að fjalla um örvarnar sem Amor hefur engan veginn gefist upp á að skjóta í hjarta hennar.

Nú virðist sem hringavitleysan í kringum milljarðamæringinn Baltazar Getty sé komin aftur á fullt því vegfarendur í London sáu Siennu vefja handleggjum sínum um Getty og reka honum rembingskoss. Og mynduðu að sjálfsögðu athæfið og sendu til The Sun. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan leikkonan tilkynnti að hún væri nú á lausu og nyti þess til fullnustu. Sú sæla virðist hafa verið skammvinn.

Samband Siennu og Getty vakti mikla athygli. Enda var Getty kvæntur maður þegar paparazzar náðu myndum af innilegum atlotum þeirra. Myndirnar voru síðar birtar á forsíðum allra helstu götublaða. Getty flutti síðan frá Siennu og til eiginkonu sinnar en virðist hafa fengið nóg af þeirri gömlu.

Ef marka má fréttir The Sun virðast skötuhjúin kunna ákaflega vel við hvort annað og talið er líklegt að framhald verði á fundum þeirra í nánustu framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.