Lífið

Dæmdu mat fyrir tónleika

Rokkararnir í Foo Fighters smökkuðu á mat í raunveruleikaþættinum Top Chef.
Rokkararnir í Foo Fighters smökkuðu á mat í raunveruleikaþættinum Top Chef.

Rokkararnir í Foo Fighters voru í gestahlutverki í bandaríska raunveruleikaþættinum Top Chef sem var sýndur fyrir skömmu vestanhafs. Í þættinum, sem var tekinn upp í sumar, þurftu keppendur að matreiða ofan í rokkarana og þáttastjórnandann Grant Achatz skömmu fyrir tónleika þeirra. Eftir það gáfu þeir kokkunum einkunn sína.

Foo Fighters eru um þessar mundir í pásu eftir umfangsmikla tónleikaferð um heiminn. Hefur hún til að mynda tvívegis troðið upp á Wembley-leikvanginum í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.