Enski boltinn

Ber litlar tilfinningar til West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool segist ekki bera sérstakar tilfinningar til fyrrum félaga sinna í West Ham fyrir leik liðanna um helgina.

Mascherano var í nokkra mánuði hjá West Ham leiktíðina 2006-2007 en fékk lítið að spila og var að lokum látinn fara til Liverpool.

"Ég ber engar sérstakar tilfinningar til West Ham, enda var ég þar í aðeins fjóra mánuði og fékk ekkert að spila. Félagið fékk mig að vísu til Englands og ég fékk góðar móttökur þar, en ég ber engar sérstakar tilfinningar til félagsins af því ég spilaði svo lítið," sagði Argentínumaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×