Erlent

Bentley boðar sparneytni en sama afl

Óli Tynes skrifar
Bentley GT.
Bentley GT. MYND/BENTLEY

Evrópusambandið vill að útblástur bíla á koltvísýrlingi verði minnkaður úr 160 grömmum á kílómetra niður í 120 grömm fyrir árið 2012.

Framleiðendur lúxus- og sportbíla hafa rekið upp ramakvein. Segja að þessi mörk séu bæði óraunhæf og óréttlát.

Frá þessu er þó undantekning. Bentley bílar eru hvorki þekktir fyrir sparneytni né lítinn blástur.

Franz-Josef Pæfgen, forstjóri segir að verksmiðjurnar muni ná þessu marki. Með því að endurbæta núverandi vélar verði hægt að minnka bensíneyðslu um 15 prósent.

Árið 2012 verði svo komin ný vél sem verið sé að þróa hún dragi 40 prósent úr eldsneytiseyðslu.

Hann vill ekki segja hvort það verður bensínvél, dísil vél eða blendingsvél. Krafturinn á þó ekkert að minnka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×