NBA í nótt: Golden State úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2008 09:22 Al Harrington reynir að komast framhjá Amare Stoudemire. Nordic Photos / Getty Images Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn