Rauður dagur í Bandaríkjunum 19. ágúst 2008 14:28 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðasta árið til að blása lífi í einkaneyslu. Líklegt þykir að bankinn verði að hækka þá á ný til að draga úr verðbólgu. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira