Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni 27. mars 2008 10:56 Líkur á að lenda í þessu minnka sé síminn notaður til að greiða. Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. Fyrirtækið Stokkur Software ehf. hefur í samvinnu við Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar hleypt af stokkunum þjónustu sem gerir ökumönnum kleift með einfaldri tækni að greiða stöðugjöldin gegnum farsíma. Notendur þjónustunnar byrja á því að skrá sig til leiks hjá þjónustuveri Stokks og eru eftir það reiðubúnir til leiks. Greitt er visst mánaðargjald en þar fyrir utan greiðast eingöngu stöðugjöld samkvæmt gjaldskrá Bílastæðasjóðs. Ekki þarf að velja fyrir fram hve lengi stæði er notað þar sem eigandinn skráir bifreið sína út þegar hann kemur að henni á ný. Greitt er fyrir hverjar byrjaðar fimm mínútur. Sektir ættu því að verða fátíðari hjá þeim sem taka að greiða með símanum. Hreinn Gústavsson hjá Stokki Software segir þjónustuna ekki glænýja, hún hafi farið í útboð árið 2004 en verið illa sinnt af þeim aðilum sem þá hafi tekið hana að sér svo þeir félagar hjá Stokki hafi gengið til samninga við Bílastæðasjóð. Hugbúnaðinn skrifuðu þeir sjálfir og Stokkur greiðir allan kostnað við þjónustuna. „Við greiðum fyrir allt, einu tekjur okkar af þessu eru mánaðargjöldin og við skilum því sem fólk greiðir upp á krónu til Bílastæðasjóðs," segir Hreinn. Hann útskýrir enn fremur að notandi þjónustunnar greiði sama stöðugjald og þurfi einungis að velja með símanum það svæði sem lagt er á. Þjónustan sé þó einungis í boði á þeim svæðum Reykjavíkur þar sem eru stöðumælar eða miðavélar, hún nái ekki til bílastæðahúsanna enn sem komið er. Þeir félagar hjá Stokki eru tveir og bera þeir hitann og þungann af kynningu þjónustunnar, Hreinn var t.d. á leið niður í bæ að dreifa auglýsingamiðum um þjónustuna þegar blaðamaður náði tali af honum. Nánari upplýsingar um greiðslu stöðugjalds með farsíma má nálgast á heimasíðunni leggja.is. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. Fyrirtækið Stokkur Software ehf. hefur í samvinnu við Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar hleypt af stokkunum þjónustu sem gerir ökumönnum kleift með einfaldri tækni að greiða stöðugjöldin gegnum farsíma. Notendur þjónustunnar byrja á því að skrá sig til leiks hjá þjónustuveri Stokks og eru eftir það reiðubúnir til leiks. Greitt er visst mánaðargjald en þar fyrir utan greiðast eingöngu stöðugjöld samkvæmt gjaldskrá Bílastæðasjóðs. Ekki þarf að velja fyrir fram hve lengi stæði er notað þar sem eigandinn skráir bifreið sína út þegar hann kemur að henni á ný. Greitt er fyrir hverjar byrjaðar fimm mínútur. Sektir ættu því að verða fátíðari hjá þeim sem taka að greiða með símanum. Hreinn Gústavsson hjá Stokki Software segir þjónustuna ekki glænýja, hún hafi farið í útboð árið 2004 en verið illa sinnt af þeim aðilum sem þá hafi tekið hana að sér svo þeir félagar hjá Stokki hafi gengið til samninga við Bílastæðasjóð. Hugbúnaðinn skrifuðu þeir sjálfir og Stokkur greiðir allan kostnað við þjónustuna. „Við greiðum fyrir allt, einu tekjur okkar af þessu eru mánaðargjöldin og við skilum því sem fólk greiðir upp á krónu til Bílastæðasjóðs," segir Hreinn. Hann útskýrir enn fremur að notandi þjónustunnar greiði sama stöðugjald og þurfi einungis að velja með símanum það svæði sem lagt er á. Þjónustan sé þó einungis í boði á þeim svæðum Reykjavíkur þar sem eru stöðumælar eða miðavélar, hún nái ekki til bílastæðahúsanna enn sem komið er. Þeir félagar hjá Stokki eru tveir og bera þeir hitann og þungann af kynningu þjónustunnar, Hreinn var t.d. á leið niður í bæ að dreifa auglýsingamiðum um þjónustuna þegar blaðamaður náði tali af honum. Nánari upplýsingar um greiðslu stöðugjalds með farsíma má nálgast á heimasíðunni leggja.is.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira