Fótbolti

Ólafur Örn leikmaður ársins hjá Brann

Ólafur Örn með verðlaunin
Ólafur Örn með verðlaunin Mynd/Heimasíða Brann/Per Wie

Ólafur Örn Bjarnason var í gær kjörinn leikmaður ársins hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Ólafur var í byrjunarliði liðsins þegar það gerði 1-1 jafntefli við Tromsö í lokaleik sínum á heimavelli.

Ólafur hefur spilað með norska liðinu síðan 2004 en var áður hjá Grindavík. Hann náði þeim áfanga á árinu að spila sinn 100. leik fyrir félagið og kórónaði nafnbótina í gær með því að skora mark Brann úr vítaspyrnu.

Ólafur á að baki 111 leiki með Brann í deildinni og 168 leiki alls og hefur skorað 13 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×