Fótbolti

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Quaresma.
Ricardo Quaresma.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

„Ég hef lengi viljað fá Ricardo í mitt lið en þetta var í fyrsta sinn sem raunhæfur möguleiki var á því. Þegar ég tók við Inter voru Amantino Mancini, Quaresma og Frank Lampard á óskalistanum," sagði Mourinho. Hann hefur fengið Mancini og Quresma en tókst ekki að klófesta Lampard.

„Félagið reyndi allt til að fá Lampard en þegar honum snérist hugur var komið að Muntari. Ég get ekki annað en þakkað stjórninni fyrir allt sem hún hefur gert. Nú getur hún farið í frí og látið mig og leikmennina um þetta," sagði Mourinho. „Þessi leikmannahópur sem ég hef er virkilega sterkur og möguleiki á mörgum leikkerfum"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×