Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli 25. febrúar 2008 03:21 Chauncey Billups og félagar í Detroit niðurlægðu Phoenix í nótt AP Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira