Erlent

Talibanar vilja loka farsímum í Afganistan

Óli Tynes skrifar

Talsmaður talibana sagði við fréttamenn að bandarískir og aðrir erlendir hermenn noti farsímamerki til þess að rekja ferðir liðsmanna þeirra og gera árásir á þá.

Því hafi verið ákveðið að krefjast þess að fjarskiptafyrirtæki hættu útsendingum í tíu klukkustundir þegar kvöldaði.

Fyrrtækjunum var gefinn þriggja daga frestur til þess að verða við þessum kröfum. Ef þau hlýddu ekki yrðu gerðar árásir bæði á fjarskiptaturna og skrifstofur þeirra.

Afganskur almenningur er ekki hrifinn.

Farsímar héldu innreið sína í Afganistan eftir að talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Þeir eru nú helsta fjarskiptatæki landsmanna með yfir sex milljónir notenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×