Erlent

Vill frumsýna myndina um leiðtogafundinn á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ridley Scott.
Ridley Scott. Mynd/Reuters
Stórleikstjórinn Ridley Scott segist eiga von á því að hægt verði að frumsýna myndina um leiðtogafundinn í Höfða snemma á árinu 2009. Nú er verið að skrifa handritið að myndinni, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum Hollywood Reporter.

Fulltrúar Ridleys komu til Íslands síðastliðið sumar til að kanna möguleika á að taka upp myndina í Reykjavík. Þeir hafa fengið leyfi fyrir því að kvikmynda í Höfða, þar sem fundur þeirra Ronalds Reagan og Gorbachev fór fram. Scott segist vilja skýra út fyrir áhorfendum hverjir þátttakendurnir í leiðtogafundinum voru í raun og veru og hvað olli því að fundurinn varð að veruleika.

Scott segir að leiðtogafundurinn hafi markað upphaf að endalokum kalda stríðsins og mikilvægi fundarins hafi orðið mönnum ljós eftir því sem lengra hefur liðið frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×