Innlent

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. MYND/E.Ól

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.

Hulda er ein af fjórtán umsækjendum um forstjórastöðuna. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun í vikunni tilkynna hver hlýtur stöðuna og tekur viðkomandi við sem forstjóri 1. september.

Elsa segir að það væri fagnaðarefni ef Hulda verður ráðin. ,,Ég myndi fagna því því ég tel að það væri afar vel til fundið að fá vel menntaðan stjórnanda í hjúkrun til að taka að sér þetta verkefni."

Hulda er menntuð sem hjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem forstjóri Aker-sjúkrahússins í Osló frá því í mars 2006.

,,Í hópi umsækjanda eru aðilar sem væru vel til þess farnir að taka þetta verkefni að sér en ég endurtek það að ég yrði afskaplega ánægð ef Hulda fengi forstjórastöðuna," segir Elsa.










Tengdar fréttir

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Vill ekki skapa vangaveltur um forstjórastöðu LSH

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, segir að hún vilji ekki skapa vangaveltur varðandi sig og forstjórastöðu LSH. Hulda hefur verið nefnd sem hugsanlegur forstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×