Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2008 00:01 Torfi með hnífinn við barka blaðamanns „Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Sjá meira
„Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Sjá meira