Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan 26. júní 2008 16:48 Anton Kristinn Þórarinsson er afar ósáttur með dóm Héraðsdóms frá því í dag. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira